Van Damme í spígati – Myndband!

Slagsmálastjarnan og kvikmyndaleikarinn Jean Claude Van Damme, sem leikið hefur í myndum eins og BloodSport, Universal Soldier og Sudden Death, framkvæmir hreint út sagt ótrúlegt spígat í þessari frábæru Volvo auglýsingu sem nú fer eins og eldur í sinu um netið.

vandamm16f-2-web

Van Damme, sem er best þekktur  fyrir hasarmyndir sem hann gerði á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, sýnir í auglýsingunni að fæturnir á honum eru eins og á teygjukalli, hreint eðlisfræðilegt undur.

Hinn 53 ára gamli leikari starir af yfirvegun í myndavélina á meðan bílarnir færast rólega í sundur og hann fer í spígat.

„Það sem þú sért hér er skrokkur smíðaður af meistarahöndum,“ segir Van Damme í myndbandinu, sem nú þegar er komið með meira en 8 milljón áhorf á YouTube myndbandavefnum.

Spígatið var framkvæmt, eins og segir í auglýsingunni, til að sýna fram á stöðugleika og nákvæmni í stýribúnaði Volvo vörubíla.

Auk þess sýnir þetta glögglega að Van Damme er í dúndurformi.