Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Universal Soldier 1992

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The ultimate weapons of the future have just declared war... on each other.

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 34% Critics
The Movies database einkunn 35
/100

Úrvalslið hermanna hefur verið notað í baráttu gegn hryðjuverkamönnum þegar þörf er á einstökum líkamlegum yfirburðum til að ná sigri. Victoria, fréttakona, fylgir þeim eftir og uppgötvar hluta af leyndarmáli hópsins, en herinn er með leynilegt verkefni sem gengur út á að endurbyggja látið fólk og gera úr því nær fullkomna hermenn. Þegar einn úr... Lesa meira

Úrvalslið hermanna hefur verið notað í baráttu gegn hryðjuverkamönnum þegar þörf er á einstökum líkamlegum yfirburðum til að ná sigri. Victoria, fréttakona, fylgir þeim eftir og uppgötvar hluta af leyndarmáli hópsins, en herinn er með leynilegt verkefni sem gengur út á að endurbyggja látið fólk og gera úr því nær fullkomna hermenn. Þegar einn úr hópnum drepur myndatökumann hennar, þá reynir hún að sleppa. Luc, einn af hermönnunum, byrjar að fá endurlit í leiftursýn úr fortíðinni, og svíkur lit og ákveður að hjálpa henni, á meðan hinir úr liðinu halda áfram að vernda leyndarmál sitt. ... minna

Aðalleikarar


Allt í lagi mynd, ekkert meir en það. Hér er Roland Emmerich nánast óþekktur leikstjóri. Óvenjulegt að sjá hann gera spennumynd sem fjallar ekki um stórslys, og finnst mér flott að sjá að hann gerði góða tilraun til þess. Myndin er nokkuð hröð á tímum, en þjáist á lélegri sögu og leikframmistöðum. Þó Van Damme og Lundgren séu í flokki hjá mér sem verstu leikarar samtímans, þá er ágætlega gaman að sjá þá berja hvorn annan í buff. Versta mynd Emmerichs, en sú besta sem ég hef séð Van Damme í og gef ég Emmerich hrós fyrir að hafa gert eina ágæta mynd með Van Damme í aðalhlutverki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Að mínu mati er Van Damme einungis góður leikari ef þú ert strákur á aldrinum 6-12 ára. Þú fílar bardagasenurnar og það er alveg nógu góð uppskrift að bíómynd ef þú sérð fullt af cool atriðum í henni. Að mínu mati gæti Universal Soldier verið ágætis afþreying með rétta viðhorfinu gagnvart því að þetta er slagsmálamynd, og ef þú hefur gaman af slíkum myndum þá efast ég ekki um að þú eigir eftir að hafa gaman af þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Van Damme og Lundgren saman í mynd. Þarf að segja meira? Þessir kappar eru þekktir fyrir allt annað en að leika í góðum myndum. Arfaslök mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

24.03.2017

Refn uppfærir Maniac Cop

Kvikmyndaleikstjórinn Nicolas Winding Refn mun framleiða uppfærða útgáfu af „Maniac Cop“ og John Hyams („Universal Soldier: Day of Reckoning) leikstýrir. Danski sérvitringurinn Refn er þekktur fyrir frekar óhefðbundnar myndir...

18.11.2013

Van Damme í spígati - Myndband!

Slagsmálastjarnan og kvikmyndaleikarinn Jean Claude Van Damme, sem leikið hefur í myndum eins og BloodSport, Universal Soldier og Sudden Death, framkvæmir hreint út sagt ótrúlegt spígat í þessari frábæru Volvo auglýsingu sem ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn