Upplýsingar um Die Hard 5

Bruce Willis hefur í nokkurn tíma lofað að fimmta myndin í Die Hard-seríunni víðfrægur sé á leiðinni. Willis, sem hefur leikið hörkutólið John McClane í fjórum myndum, hefur sagt handritið vera í vinnslu en vefsíðan What’s Playing hefur komist að ýmsu varðandi myndina.

Samkvæmt síðunni er titill myndarinnar Die Hard 24/7 og mun McClane ferðast út fyrir strendur Bandaríkjanna. Þar að auki á skúrkurinn í handritinu að vera enn einn meðlimur Gruber-fjölskyldunnar, en eins og margir muna lék Alan Rickman eftirminnilega glæpamaninn Hans Gruber í Die Hard, og Jeremy Irons lék bróður hans Simon Gruber í Die Hard: With a Vengeance. Á þessi þriðji meðlimur ættarinnar að vera systir þeirra og enn harðari en bræður sínir.

Þetta hefur ekki verið staðfest en What’s Playing telur sig hafa traustar heimildir fyrir fréttinni.

– Bjarki Dagur