Uggie er dauður – lék The Dog

Uggie, hundur af Jack Russell terrier kyni, sem sló í gegn í Óskarsmyndinni The Artist er dauður, 13 ára að aldri.

uggie

Eigandi  hans og þjálfari, Omar von Muller, staðfestir þetta eftir að vefsíðan TMZ sagði fyrst frá því að Uggie hefði verið svæfður í Los Angeles.

„Það er með harmi í hjarta að við tilkynnum öllum vinum okkar og aðdáendum Uggie, að hann er nú horfinn á vit feðra sinna,“ skrifaði eigandi hans á Facebook og bætti við að það hefði verið óhjákvæmilegt að svæfa dýrið þar sem hundurinn hefði verið kominn með banvænt æxli.

Uggie lét hlutverið „The Dog“ á móti Jean Dujardin og Bérénice Bejo í mynd Michel Hazanavicius The Artist, sem vann fimm Óskarsverðalaun árið 2012, þar á meðal sem besta mynd.

Af öðrum hlutverkum hans má nefna Water for Elephants þar sem hann lék á móti Reese Witherspoon.

Ævisaga hans, Uggie – My Story, kom út árið 2012.