Twilight forsýnd um helgina

Um helgina verða Sambíóin með almennar forsýningar á myndina Twilight, sem byggð er á samnefndri og margumtalaðri skáldsögu Stephenie Meyer.

Myndin fjallar um hina 17 ára Bellu Swan, sem flytur í smábæinn Forks í Washington til að búa
með föður sínum. Bella laðast fjótt að bekkjarfélaga sínum, hinum
forvitnilega Edward. Brátt kemur í ljós að Edward reynist vera 108 ára
gömul vampíra sem lítur aðeins út fyrir að vera jafnaldri Bellu. Fyrr
en varir verða þau ástfangin, en um leið og aðrar nálægar vampírur
frétta af þessu sambandi þeirra verður allt brjálað og Edward – ásamt
sinni eigin ætt af vampírum – ákveður að gera allt sem þarf til að
tryggja öryggi Bellu.

Twilight hefur heldur betur vakið athygli vestanhafs, en s.l. helgi sló hún opnunarmet í nóvembermánuði og halaði inn $69,6 milljónir, en kostaði einungis $37 milljónir í framleiðslu.

Þá er bara málið að hvetja hina íslensku Twilight-aðdáendur (sem og aðdáendur bókaseríunnar) til að smalast saman og kíkja á myndina við fyrsta tækifæri.

Hér eru upplýsingar fyrir sýningar helgarinnar:

Kringlan 29. nóv. – kl. 20:00

Álfabakki 29. nóv. kl. 22:10

Akureyri 29. – 30. nóv. kl. 22:20

Keflavík 30. nóv. kl. 22:10

Selfoss 30. nóv. kl. 22:10

Twilight veður annars tekin til almennar sýningar föstudaginn 5. des.

Sjáumst í bíó.