Tveir heimskir á toppnum

dzhim-keri-i-dzhef-daniels-20-godini-po-kasnoGamanmyndin Dumb and Dumber To, með þeim Jim Carrey og Jeff Daniels í aðalhlutverkum, situr á toppi listans yfir aðsóknarmestu kvikmyndirnar í kvikmyndahúsum landsins.

Tuttugu ár eru núna liðin frá því að hinir óborganlegu Lloyd Christmas og Harry Dunn skutu upp kollinum í einni vinsælustu grínmynd síns tíma. Í framhaldinu leggja Lloyd og Harry í enn eitt ferðalagið en leita að þessu sinni í sameiningu að barni nokkru sem gæti að öllum líkindum verið týnda afkvæmi annars þeirra.

Í öðru sæti listans er geimferðamyndin Interstellar. Myndin er leikstýrð af Christopher Nolan sem áður hefur gert myndir á borð við The Dark Knight og Memento. Interstellar skartar stjörnum á borð við Matthew McConaughey, Anne Hathaway, Jessica Chastain, Michael Caine, Casey Affleck og Topher Grace. Myndin fjallar um ævintýri hóps könnuða sem notfæra sér ormagöng í geimnum til að fara lengra en menn hafa nokkru sinni farið áður í geimferðum, og geta með því móti farið á milli stjörnukerfa.

Sveppi og félagar í myndinni Algjör Sveppi og Gói Bjargar Málunum eru í þriðja sæti listans, en myndin var á toppnum í tvær vikur í röð. Í myndinni komast vinirnir Sveppi og Villi að því að erkióvinur þeirra hyggur enn á landsyfirráð og hefur í þetta sinn byggt alveg ægilega dómsdagsvél sem getur komið af stað jarðskjálftum og eldgosum.

nytt