Eftir að hann stýrði vinsælustu Mission: Impossible myndinni frá upphafi, Mission: Impossible Fallout, þá hefur framleiðslufyrirtækið Paramount Pictures nú ákveðið að tryggja sér þjónustu leikstjórans Christopher McQuairre í enn fleiri myndum.
Heimildir kvikmyndabiblíunnar Variety segja að McQuairre hafi skrifað undir samning um að leikstýra tveimur Mission: Impossible myndum til viðbótar, sem teknar verða upp samtímis, ekki ósvipað og gert var með tvær síðustu Avengers framhaldsmyndir. Frumsýna á Mission: Impossible myndirnar nýju sumarið 2021 og sumarið 2022. Heimildir Variety segja einnig að fyrri frumsýningardagurinn árið 2021 sé valinn til að myndin lendi ekki á sama tíma og næsta kvikmynd aðalleikarans Tom Cruise, Top Gun: Maverick, sem Paramount framleiðir einnig, og frumsýnd verður sumarið 2020.
Sömu heimildir herma einnig að samningur við Cruise sé undirritaður, og hefur Cruise sjálfur nú staðfest á Twitter, endurkomu sína í hlutverki ofurnjósnarans Ethan Hunt:
Summer 2021 and Summer 2022 pic.twitter.com/V6SNvZx2La
— Tom Cruise (@TomCruise) January 15, 2019
Missions: Accepted#MissionImpossible
— Christopher McQuarrie (@chrismcquarrie) January 14, 2019
Í viðtölum hefur McQuarrie sagst vonast til að takast á við eitthvað alveg nýtt og hafði verið með nokkur verkefni til skoðunar, þar á meðan kvikmyndina Without Remorse með Michael B. Jordan í aðahlutverkinu, hlutverki John Clark.
Þar sem tekjur síðustu Mission: Impossible kvikmyndar námu meira en 790 milljónum bandaríkjadala um allan heim, sem eins og fyrr sagði er besti árangur myndar í myndaflokknum, þá var engin spurning í huga framleiðslufyrirtækisins að hamra járnið meðan það væri heitt, og setja fleiri myndir í gang.
Mun McQuarrie nú vera sestur niður við handritsskrif á meðan Crusie klárar Top Gun: Maverick.
Talið er að hægt verði að byrja að taka upp næstu Mission: Impossible kvikmyndir einhverntímann á þessu ári.