Tvær nýjar í bíó – Vaiana og Allied

Samfilm frumsýnir tvær nýjar myndir fimmtudaginn 1. desember nk., teiknimyndina Vaiana, frá þeim sömu og færðu okkur Frozen og Zootropolis, og Allied, með  þeim Brad Pitt og Marion Cotillard í aðalhlutverkum.

moana-vaiana

Vaiana

Vaiana er sextán ára gömul dóttir ættbálkshöfðingjans á eyjunni Motunui í Pólýnesíu sem er valin af hafinu sjálfu til að leggja upp í sannkallaða ævintýraferð ásamt hálfguðinum Maui í leit að dularfullri eyju sem geymir mikilvægt leyndarmál.

Í tilkynningu frá Samfilm segir að óhætt sé að lofa því að hér sé á ferðinni sannkallað meistaraverk sem hefur allt það til að bera sem prýtt hefur bestu teiknimyndir Disney til þessa. „Sagan, sem er mikið ævintýri, sækir að miklu leyti undirtóninn til sannsögulegra yfirburða Pólýnesíumanna í siglingatækni fyrr á öldum og er um leið einstaklega fróðleg, fyndin, viðburðarík og spennandi auk þess að innihalda grípandi tónlist og lög sem munu lifa lengi í minningu áhorfenda.“

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Íslensk talsetning: Agla Bríet Einarsdóttir, Orri Huginn Ágústsson, Hjálmar Hjálmarsson, Hanna María Karlsdóttir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Þórhallur Sigurðsson, Viktor Már Bjarnason, Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Lára Björk Hall

Leikstjórn: Björn Ármann Júlíussonvaiana

Bíó: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Laugarásbíó, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó og Bíóhöllin Akranesi

Aldurstakmark: Leyfð

Áhugaverðir punktar til gamans: 

-Vaiana verður sýnd með bæði ensku og íslensku tali og í glæsilegri þrívídd sem gerir upplifunina óviðjafnanlega fyrir fólk á öllum aldri. Í ensku útgáfunni eru það þau Dwayne Johnson, Auli’i Cravalho, Temuera Morrison, Rachel House, Nicole Scherzinger, Jemaine Clement og Alan Tudyk sem tala fyrir helstu persónurnar

 

Allied

Breskur leyniþjónustumaður, Max Vatan, heldur til Marokkó til að taka hættulegan nasistaforingja af lífi og fær sér til aðstoðar frönsku andspyrnukonuna Marianne Beauséjour. Verkefnið heppnast eins og best verður á kosið og í framhaldinu verða þau Max og Marianne ástfangin, giftast og eignast barn. En þá gerist nokkuð sem umturnar lífi þeirra.

Allied er nýjasta mynd meistaraleikstjórans og Óskarsverðlaunahafans Roberts Zemeckis en hann á að baki margar af þekktustu, bestu og vinsælustu myndum síðari ára eins og Back to the Future seríuna, Forrest Gump, Death Becomes Her, Romancing the Stone, Contact, What Lies Beneath, Cast Away, A Christmas Carol, Flight og The Walk. Í þetta sinn segir hann okkur magnaða sögu eftir Steven Knight (Eastern Promises, Peaky Blinders, Locke) sem gerist í síðari heimsstyrjöldinni, byrjar sem stríðssaga, þróast út í ástarsögu og breytist síðan í ekta njósnasögu með tilheyrandi kapphlaupi við tímann þar sem hver sekúnda telur og ekkert er eins og það sýnist …

Aðalhlutverk: Brad Pitt, Marion Cotillard, Jared Harris, Lizzy Caplan, Simon McBurney, Matthew Goode, Camille Cottin og Anton Lesser

Leikstjórn: Robert Zemeckis

Bíó: ambíóin Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó og Bíóhöllin Akranesi

Aldurstakmark: 12 ára

alliedÁhugaverðir punktar til gamans: 

-Í upphaflegri sögu Stevens Knight var Max franskættaður Kanadamaður en var breytt í Breta þegar Brad Pitt tók hlutverkið að sér.

-Hermt er að fatastíll og sviðsetning í fyrsta hluta myndarinnar sem gerist í Marokkó hafi sótt innblásturinn í hina frægu mynd Casablanca með Humphrey Bogart og Ingrid Bergman í aðalhlutverkum og að Allied sé í raun að hluta til óður til rómantískra njósna- og stríðsmynda frá fimmta og sjötta áratug síðustu aldar.