Deadine vefsíðan greinir frá því að valið standi nú á milli tveggja leikkvenna í hlutverk Sarah Connor í endurræsingu Tortímandans, eða The Terminator, sem verður frumsýnd í júlí 2015.
Vefsíðan segir að Paramount kvikmyndaverið og leikstjórinn Alan Taylor séu nú með þær Emilia Clarke og Brie Larson undir smásjánni, en báðar hafa þær farið í prufur fyrir hlutverkið.
Taylor, sem leikstýrði nú síðast Thor: The Dark World, leikstýrði Clarke í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones þar sem hún lék hlutverk Daenerys Targaryen
Brie Larson á hinn bóginn hefur leikið í sjálfstæðum myndum eins og Short Term 12 og The Spectacular Now. Þá lék hún í 21 Jump Street, og mun leika í endurgerð myndarinnar The Gambler.
Arnold Schwarzenegger snýr aftur í myndinni í hlutverki Tortímandans.