Donald Trump Bandaríkjaforseti er á meðal þeirra sem tilnefndir eru sem verstu leikarar ársins 2018 á Razzie verðlaununum, en þar er jafnan verðlaunað það sem lakast þótti á hverju ári.
Dwayne „The Rock“ Johnson, vinsælasti kvikmyndaleikari í heimi, slapp við tilnefningu þetta árið, en arfaslök frammistaða hans í Baywatch skilaði honum sjálfri Razzie styttunni síðast, eða nánar tiltekið sérstökum aukaverðlaunum sem búin voru til vegna þess hvað myndin var sérstaklega léleg.
En sem fyrr sagði eru á listanum yfir verstu leikara Donald Trump ( sem hann sjálfur ) fyrir Death of a Nation og Fahrenheit 11/9, og einnig John Travolta, fyrir Gotti, Johnny Depp ( röddin eingöngu ) fyrir Sherlock Gnomes, Will Ferrell fyrir Holmes & Watson, og að lokum Bruce Willis fyrir Death Wish.
Mynd Travolta, Gotti, er einnig tilnefnd sem versta mynd, en aðrar í þeim flokki eru The Happytime Murders, Holmes & Watson, Robin Hood og Winchester.
Verstu leikstjórar þóttu þeir Kevin Connolly fyrir Gotti einnig, ásamt þeim Etan Cohen fyrir Holmes & Watson, James Foley fyrir Fifty Shades Freed, Brian Henson fyrir The Happytime Murders og Spierig bræðurnir (Michael og Peter) fyrir Winchester.
En Gotti fékk fleiri tilnefningar. John Travolta er tilnefndur ásamt Kelly Preston eiginkonu sinni fyrir versta par hvíta tjaldsins. Travolta og Preston keppa í þessum flokki við hvaða tvo leikara sem er úr The Happytime Murders, Johnny Depp og aðrar raddir sem hann lék á móti í Sherlock Gnomes og Will Ferrell og John C. Reilly í Holmes & Watson.
Kelly Preston er ekki hætt, því í flokki verstu meðleikkvenna mun hún etja kappi við Kellyanne Conway ( sem hún sjálf) í Fahrenheit 11/9, Marcia Gay Harden í Fifty Shades Freed, Jaz Sinclair í Slender Man og Melania Trump (sem hún sjálf) í Fahrenheit 11/9.
Gotti náði ekki að fá tilnefningu í flokki verstu leikkvenna, en þar eru tilnefndar þær Jennifer Garner fyrir Peppermint, Amber Heard fyrir London Fields, Melissa McCarthy fyrir The Happytime Murders og Life of the Party, Helen Mirren fyrir Winchester og Amanda Seyfried fyrir The Clapper.
Þá náði Gotti heldur ekki að fá tilnefningu í flokki verstu karl meðlleikara, en þar eru tilnefndir þeir Jamie Foxx í Robin Hood, Ludacris ( röddin ) í Show Dogs, Joel McHale í The Happytime Murders, John C. Reilly í Holmes & Watson og Justice Smith í Jurassic World: Fallen Kingdom.
Hér má sjá allar tilnefningarnar.