Travolta passar upp á fjölskyldu Gandolfini

John Travolta hefur heitið því að halda verndarhendi yfir fjölskyldu leikarans sáluga James Gandolfini, sem lést fyrr í vikunni af völdum hjartaáfalls.

travolta

Gandolfini lætur eftir sig eiginkonu, átta mánaða dóttur og þrettán ára son frá fyrra hjónabandi.

Leikarinn hjálpaði Travolta þegar hann missti son sinn Jett, 16 ára, árið 2009 og ætlar  að endurgjalda honum greiðann.

„Markmið mitt er að passa upp á að fjölskyldan hans hafi það gott. Ég fylgdist með stráknum hans vaxa úr grasi og litlu stelpunni hans. Við munum sjá til þess að þau skorti ekkert,“ sagði Travolta við Good Morning America.

Gandolfini og Travolta voru alla tíð góðir vinir. Þeir léku saman í  Get Shorty, Lonely Hearts og The Taking of Pelham 123.