Tony Stark á toppnum

Það er enginn annar en Járnmaðurinn sjálfur í myndinni Iron Man 3 sem fer beint á topp nýjasta DVD/Blu-ray listans íslenska, en myndin kom út í síðustu viku.

iron man 3

Söguþráðurinn er þessi:  Tony Stark hefur tekið lífinu frekar rólega og hugað að því sem er honum kærast. Nýr forseti er kominn til valda í landinu og vonandi eru friðartímar framundan. En Tony vaknar af værum blundi þegar ráðist er á heimili hans með gríðaröflugum vopnum og allt er lagt í rúst. Litlu má muna að aðstoðarkona hans, Pepper Potts, týni lífi í árásinni og Tony einsetur sér þegar að hafa uppi á þeim sem ábyrgðina ber. Það á hins vegar eftir að koma í ljós að þessi nýi andstæðingur er hættulegri og máttugri en allir aðrir sem Járnmaðurinn hefur þurft að glíma við til þessa…

Toppmynd síðustu viku, hryðjuverkatryllirinn Olympus has Fallen dettur niður í annað sætið á listanum og í þriðja sæti er Ryan Gosling myndin Place Beyond the Pines og fer líka niður um eitt sæti á milli vikna. Í fjórða sæti er síðan leigumorðingjamyndin The Iceman, sem einnig sígur niður um eitt sæti, á milli vikna. Í fimmta sæti er svo gamanmyndin Scary Movie 5. 

Tvær nýjar myndir til viðbótar eru á listanum. Hrollvekjan Mama fer beint í 12. sæti listans og The Stranger Inside fer beint í 18. sætið.

Sjáðu hvaða myndir eru væntanlegar á DVD hér. 

Smelltu hér til að skoða DVD blað Mynda mánaðarins. 

Hér fyrir neðan eru svo 20 vinsælustu vídeómyndir á Íslandi í dag:

sdfsdf

 

Stikk: