Tomorrowland frumsýnd á miðvikudaginn

image129Frá leikstjóra The Incredibles og Mission: Impossible – Ghost Protocol kemur nýjasta stórmynd Disney, Tomorrowland: A World Beyond. George Clooney, Britt Roberts og Hugh Laurie fara með aðalhlutverkin.

Myndin er í senn tæknibrelluveisla fyrir augu og eyru og um leið einstaklega skemmtileg og frumleg saga um unga og vísindalega sinnaða konu, Casey Newton, sem eftir að hafa lent í dálitlum vandræðum gagnvart lögreglunni uppgötvar að hún getur með hjálp dularfulls merkis, sem henni hefur einhvern veginn áskotnast, ferðast á einu augnabliki inn í aðra heima bara með því að snerta merkið dularfulla.

Eftir undrunina sem hún upplifir til að byrja með vegna töframáttar merkisins kemst hún að því að í einum þeirra heima sem hún getur ferðast til býr maður sem hún telur að viti svarið við því hvaða undraheimar þetta eru og hvers vegna hún geti ferðast svona í gegnum merkið.

Casey tekst fljótlega að hafa uppi á manninum sem reynist vera uppfinningamaður og fyrrverandi „undrabarn“, Frank Walker, og hefur svo sannarlega sögu að segja sem tekur öllum öðrum sögum fram.

Myndin verður frumsýnd miðvikudaginn 27. maí og verður sýnd í Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík, Akureyri, Selfossbíó, Laugarásbíó, Ísafjarðarbíó, Króksbíó og Bíóhöllin Akranesi.

Stikk: