Framtíðin í hættu

TL_Tsr_1-Sht_v4_LgNý stikla úr ævintýramyndinni Tomorrowland var frumsýnd fyrir skömmu. Í myndinni fara George Clooney, Hugh Laurie og Britt Robertson með aðalhlutverkin.

Það er Brad Bird sem leikstýrir og Disney sem framleiðir. Bird sendi síðast frá sér síðast Mission: Impossible – Ghost Protocol og þar áður Pixar-myndirnar The Incredibles og Ratatouille.

Myndin fjallar um ósköp venjulega stelpu sem finnur nælu sem leiðir hana í aðra veröld. Þessi veröld er framtíðarheimur þar sem gáfuðustu manneskjur heimsins vinna að því að búa til sem besta framtíð fyrir mannkynið. Þessi heimur er þó í hættu vegna þorparans David Nix sem ætlar að breyta framtíðinni til hins verra. Stelpan hittir fyrir mann sem sannfærir hana að hún geti bjargað framtíðinni og reyna þau í sameiningu að stöðva áætlanir Nix.