Tom Cruise myndin Top Gun: Maverick er mál málanna þessa daganna, en myndin hefur bæði hlotið góða dóma og mikla umfjöllun um allan heim. Kvikmyndin nýtur einnig gífurlegra vinsælda og er efst á topplistum víða um veröldina. Þar er Ísland meðtalið en myndin fór rakleiðis á toppinn hér á landi um síðustu helgi. Tekjur um síðustu helgi námu rúmum fimm milljónum króna og gestir voru nær þrjú þúsund. Samtals eru tekjur myndarinnar frá frumsýningu á miðvikudaginn síðasta meira en tíu milljónir króna.
Doctorinn tekjuhæstur samanlagt
Í öðru sæti íslenska bíóaðsóknarlistans er fyrrum toppmyndin Doctor Strange in the Multiverse of Madness með rúmlega eina milljón í aðsóknartekjur og sjöhundruð gesti. Doctor Strange er nú tekjuhæsta kvikmyndin í bíó á Íslandi þegar horft er til heildartekna, með um 47 milljónir króna í tekjur frá frumsýningu.
Berdreymi komin í 12 milljónir
Íslenska verðlaunakvikmyndin Berdreymi er sem fyrr í þriðja sæti listans og hefur samtals náð inn tólf milljónum króna frá því hún var frumsýnd fyrir sex vikum síðan.
Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: