Tökur á Spider-Man 2 að hefjast

Tökur á The Amazing Spider-Man 2 hefjast í febrúar. Þetta staðfesti „Lói“ sjálfur, Andrew Garfield,  í spjallþætti Ellenar.

Garfield bætti við að handritið væri tilbúið og ekkert til vanbúnaðar að hefja undirbúning fyrir tökurnar.

Garfield mun endurtaka hlutverk sitt sem köngulóarmaðurinn Pétur Parker. Emma Stone heldur áfram sem Gwen Stacy og Marc Webb leikstýrir á nýjan leik.

„Ég er mjög spenntur,“ sagði hann í öðru viðtali við E!Online. „Mér fannst við komast yfir ákveðna hindrun með fyrri myndinni. Við þurftum að endurskapa persónuna og kynna áhorfendur aftur fyrir henni. Ég vil halda áfram með sama þemað og í fyrri myndinni, eða hvernig það er að vera munaðarlaus.“