Hrollvekjunni Scream tókst ekki að hræða köngulóarmanninn í ofurhetjumyndinni Spider-Man: No Way Home af toppi íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi. Margir aðrir hafa reynt það áður, en ekki tekist heldur.
Spider-Man hefur nú setið í sex vikur samfleytt á toppi listans og virðist ekkert lát á vinsældum myndarinnar.
Tekjur af sýningum Spider-Man: No Way Home eru nú komnar upp í 87 milljónir króna og fjöldi gesta er orðinn 57.500 manns.
Ein ný mynd var frumsýnd um síðustu helgi, njósnatryllirinn The 355. Henni tókst ekki, ekki frekar en Scream, að stugga við Könglóarmanninum, og endaði í fimmta sæti aðsóknarlistans með 580 þúsund krónur í tekjur af sýningum um síðustu helgi.
Tvær nýjar í bíó
Nú um helgina kemur ný mynd eftir Guilllermo del Toro í bíó ásamt teiknimyndinni Langbesta afmælið. Það verður spennandi að sjá viðureign þeirra og Spider-Man og annarra mynda í bíó um helgina.