The Rewrite frumsýnd á föstudaginn

therewriteRómantíska gamanmyndin The Rewrite, með Hugh Grant og Marisu Tomei í aðalhlutverkum, verður frumsýnd þann 28. október hér á landi. Í myndinni leikur Hugh Grant úttbrenndan handritshöfund sem þarf að flytja frá Hollywood til að kenna í litlum smá bæ á austurströndinni.

Myndin er er eftir leikstjórann og handritshöfundinn Marc Lawrence sem gerði myndirnar Two Weeks Notice, Music and Lyrics og Did You Hear About the Morgans, en þær voru allar með Hugh Grant í aðalhlutverki. Það er því óhætt að segja að hér séu vanir menn á ferð og þeir sem kjósa léttar og skemmtilegar rómantískar kómedíur ættu ekki að láta The Rewrite fram hjá sér fara.

The Rewrite verður sýnd í Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík og Akureyri.