Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Rewrite 2014

Frumsýnd: 24. október 2014

Allir eiga annað tækifæri skilið.

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 66% Critics
The Movies database einkunn 51
/100

Rithöfundurinn Keith Michaels má sannarlega muna sinn fífil fegurri eftir að hafa toppað fyrir löngu með kvikmyndahandriti sem hann hlaut m.a. Golden Globeverðlaunin fyrir. Síðan þá hefur hann vart skrifað orð af viti vegna svæsinnar ritstíflu, er fráskilinn, óhamingjusamur og það sem honum finnst verst, staurblankur. Vegna blankheitanna neyðist hann til að... Lesa meira

Rithöfundurinn Keith Michaels má sannarlega muna sinn fífil fegurri eftir að hafa toppað fyrir löngu með kvikmyndahandriti sem hann hlaut m.a. Golden Globeverðlaunin fyrir. Síðan þá hefur hann vart skrifað orð af viti vegna svæsinnar ritstíflu, er fráskilinn, óhamingjusamur og það sem honum finnst verst, staurblankur. Vegna blankheitanna neyðist hann til að taka að sér eina starfið sem í boði er, kennslu í handritsgerð á námskeiði í háskóla, þótt honum sé það þvert um geð, ekki bara vegna áhugaleysis heldur líka vegna þess að hann hefur enga trú á að hægt sé að kenna fólki skapandi skrif. Það má því segja að hann þiggi starfið með hálfum hug, og bara fyrir peninginn. En viðhorf hans eiga eftir breytast þegar einn af nemendunum á námskeiðinu, hin lífsglaða Holly Carpenter, heillar hann upp úr skónum ...... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn