Harðsoðin og ræðin séntilmenni

Hasskóngurinn Mickey Pearson (Matthew McConaughey) hefur komið sér upp miklu veldi í London og hefur selt varning sinn og forðast langan arm laganna við góðan orðstír meðal allra í undirheiminum. Nú vill hann selja ríkidæmi sitt hæstbjóðanda og njóta seinni hluta lífs síns í makindum ásamt konu sinni Rosalind (Michelle Dockery). Þá fer af stað […]

Sheeran leikur í Bridget Jones´s Baby

Ed Sheeran fer með hlutverk í þriðju myndinni um Bridget Jones sem er í undirbúningi. Söngvarinn vinsæli setti „sjálfu“ á Instagram af tökustað, þar sem aðalleikkonan Renee Zellweger er í bakgrunni. „Eyddi deginum sem leikari í nýju Bridget Jones-myndinni. Hreinlega elskaði það, þið eigið eftir að gera það líka,“ skrifaði hann. Sheeran hefur áður leikið […]

The Rewrite frumsýnd á föstudaginn

Rómantíska gamanmyndin The Rewrite, með Hugh Grant og Marisu Tomei í aðalhlutverkum, verður frumsýnd þann 28. október hér á landi. Í myndinni leikur Hugh Grant úttbrenndan handritshöfund sem þarf að flytja frá Hollywood til að kenna í litlum smá bæ á austurströndinni. Myndin er er eftir leikstjórann og handritshöfundinn Marc Lawrence sem gerði myndirnar Two Weeks Notice, Music and […]

Enginn Grant í Bridget Jones 3

Sorgarfréttir fyrir aðdáendur breska leikarans Hugh Grant og myndanna um Bridget Jones: Nú hefur Grant lýst því yfir að hann muni ekki koma fram í þriðju myndinni um hina seinheppnu Jones, en myndin hefur verið í undirbúningi í mörg ár. „Ég ákvað að vera ekki með,“ sagði Grant, sem lék ástmögurinn Daniel Cleaver í fyrri […]

Grant ráðinn í The Man From U.N.C.L.E.

Breski leikarinn Hugh Grant hefur verið ráðinn í Guy Ritchie myndina The Man From U.N.C.L.E. Grant mun leika aukahlutverk, yfirmann leyniþjónustu breska sjóhersins. U.N.C.L.E. stendur fyrir United Network Command for Law Enforcement. Myndin er kvikmyndagerð af njósnaseríu í sjónvarpi frá sjöunda áratug síðustu aldar. Aðrir leikarar eru m.a. þau Henry Cavill, sem lék nú síðast […]

Verður Hugh Grant sjóræningi ársins?

Ný stikla er dottin á netið fyrir stop-motion myndina Pirates! A Band of Misfits. Myndin er frá Breska fyrirtækinu Aardman Animation, þeim sömu og færðu okkur Wallace og Gromit, og Chicken Run. Þau hafa einnig gert hefðbundnari tölvuteiknimyndir á borð við Flushed Away og hina væntanlegu Arthur Christmas, en það er gaman að sjá að […]

Hugh Grant sér eftir því að hafa leikið í Nine Months

Breski sjarmörinn Hugh Grant segist sjá eftir því að hafa leikið í rómantísku gamanmyndinni Nine Months, sem var frumsýnd árið 1995, af því að hún var framleidd af 20th Century Fox, sem er í eigu fyrirtækis fjölmiðlamógúlsins Rupert Murdoch, News Corporation. „Ég gerði eina mynd með þeim fyrir 16 árum síðan, en ég var barnalegur […]