Grant ráðinn í The Man From U.N.C.L.E.

GrantBreski leikarinn Hugh Grant hefur verið ráðinn í Guy Ritchie myndina The Man From U.N.C.L.E. Grant mun leika aukahlutverk, yfirmann leyniþjónustu breska sjóhersins.

U.N.C.L.E. stendur fyrir United Network Command for Law Enforcement.

Myndin er kvikmyndagerð af njósnaseríu í sjónvarpi frá sjöunda áratug síðustu aldar. Aðrir leikarar eru m.a. þau Henry Cavill, sem lék nú síðast Superman í Man of Steel, Armie Hammer, sem lék Lone Ranger, og Alicia Vikander. 

Síðustu verkefni Hugh Grant eru m.a. framtíðarmyndin Cloud Atlas ( sjá mynd fyrir neðan ) og teiknimyndin The Pirates! Band of Misfits, þar sem hann talaði fyrir eina persónuna.

Myndin byrjar í tökum í september samkvæmt The Hollywood Reporter.

hugh grant