Í september sl. fór af stað orðrómur þess efnis að Star Wars: The Last Jedi, sem frumsýnd verður nú um jólin, verði einar 150 mínútur að lengd. Nú segir Star Wars fréttavefsíðan Star Wars News Net, að þær sögusagnir séu sannar, og leikstjórinn Rian Johnson, hafi staðfest lengdina. Ef kíkt er inn á síðu myndarinnar á imdb.com má einnig sjá þennan mínútufjölda.
Þetta þýðir að Star Wars: The Last Jedi verður lengsta Star Wars mynd allra tíma.
UPDATE 3! RUMOR: #StarWars: #TheLastJedi Running Time Reportedly Revealed to be 150 Minutes? https://t.co/Y7NCiszPzY via @starwarsnewsnet
— SWNN (@StarWarsNewsNet) September 29, 2017
Til samanburðar má sjá hér fyrir neðan lengd allra Star Wars myndanna:
- Episode IV – A New Hope – 121 mínúta
- Episode V – The Empire Strikes Back – 124 mínútur
- Episode VI – Return of the Jedi – 131 mínúta
- Episode I – The Phantom Menace – 133 mínútur
- Episode II – Attack of the Clones – 142 mínútur
- Episode III – Revenge of the Sith – 140 mínútur
- Episode VII – The Force Awakens – 135 mínútur
- Rogue One: A Star Wars Story – 133 mínútur
Star Wars: The Last Jedi kemur í bíó á Íslandi 14. desember nk. Með hlutverk í myndinni fara meðal annarra Mark Hamill (Luke Skywalker), Carrie Fisher (Leia Organa), Adam Driver (Kylo Ren), Daisy Ridley (Rey), John Boyega (Finn), Oscar Isaac (Poe Dameron), Lupita Nyong’o (Maz Kanata), Domhnall Gleeson (General Hux), Anthony Daniels (C-3PO), Gwendoline Christie (Captain Phasma), Billie Lourd (Lieutenant Connix), Andy Serkis (Supreme Leader Snoke), Peter Mayhew og Joonas Suotamo (Chewbacca), Tim Rose (Admiral Ackbar), Mike Quinn (Nien Nunb), Simon Pegg (Unkar Plutt)og Warwick Davis auk nýliðanna þeirra Jimmy Vee (Pan) as R2-D2, Kelly Marie Tran (Ladies Like Us) sem Rose, og Benicio Del Toro (Guardians of the Galaxy) og Laura Dern (Jurassic Park).