Stundum spáir maður í hvernig kvikmynd hefði lukkast í höndum annars leikstjóra en þess sem fékk verkið. Væri hún eins góð? Væri hún betri? Eða væri hún bara öðruvísi?
Greinilega eru aðrir en ég sem hugsa út í þetta því að Entertainment Weekly hefur birt alls 16 plaköt af Hungurleikunum þar sem nútíma og sögufrægir leikstjórar sitja við stjórnvölin. Að sjálfsögðu er þetta allt hugarfóstur þeirra hjá EW en það er gaman að velta því fyrir sér hvað yrði öðruvísi. Kíkjum á nokkur.
Ef Peter Jackson hefði leikstýrt væri Orlando Bloom að sjálfsögðu í aðalhlutverkinu sem Katniss. Hann kann bogfimi og lítur ansi vel út með sítt hár.
Ég verð að játa að mér líst vel á leikaravalið hjá Christopher Nolan, sérstaklega Brunette Actress sem Katniss.
Fellini plakatið er mjög vel gert og ítalski titilinn flottur en það yrði eflaust mjög artí mynd.
Í höndum Woody Allen hefði The Hunger Games orðið að gamanmyndinni District 12. Woody sjálfur myndi að sjálfsögðu sjálfur leika Haymitch, lærimeistara Katniss.
Michael Bay myndi hafa fáklædda ofurskvísu í aðalhlutverkinu (en ekki hvað?) og bæta við undirtitli. Ótrúlegt en satt þá finnst mér finnst Steve Buscemi gott val í hlutverk Haymitch, hann væri fullkominn í það.
Drive leikstjórinn Nicolas Winding Refn myndi án efa gera sérstaka (og mjög töff) mynd úr þessum efnivið.
Síðast en ekki síst fáum við að sjá hvernig plakatið myndi líta út ef meistari Hitchcock hefði leikstýrt.
Ef þið viljið kíkja á restina af þessum flottu plakötum er um að gera að kíkja á síðu EW: http://www.ew.com/ew/gallery/0,,20419951_20579776,00.html#21135277
Hvað finnst ykkur vera besta plakatið? Væruð þið til í að sjá útgáfu af Hungurleikunum í leikstjórn einhvers af þessum?