The Host finnur leikara

Á meðan að aðdáendur bíða í tjöldum fyrir utan kvikmyndahús til að tryggja sér miða á nýjustu og næst síðustu Twilight myndina (Breaking Dawn: Part 1), er Hollywood upptekið að koma næstu bók Stephenie Meyer upp á hvíta tjaldið. Ekki veitir af, aðsókn í bíó hefur ekki verið upp á marga fiska það sem af er ári og meira Twilight virðist vera töfralausnin við því.

Hin bók Meyers heitir The Host. Hún fjallar hvorki um vampírur né varúlfa, heldur einhverskonar geimverur – sem kallast sálir – og taka yfir líkama manna á jörðinni og eyða út persónuleika þeirra (man einhver eftir Stargate SG1?). Saoirse Ronan mun fara með hlutverk Melanie, ungrar konu sem er ein af þeim síðustu sem streitist á móti yfirtöku á líkama sínum, en hún mun líka leika Wanda, innrásarsálina sem berst við Melanie um yfirráð líkama hennar, en verður lokst vinkona hennar. Nú hafa tveir ungir leikarar verið valdir í karlhlutverkin tvö, Jake Abel verður Ian, ungur maður sem er fyrst rosalega á móti geimverunum (skrýtið) en verður síðann ástfanginn af Wanda. Abel lék áður á móti Ronan í The Lovely Bones. Max Irons mun svo leika Jared, elskhuga Melanie. Úr verður eflaust æsispennandi ástarþríhyrningur – eiginlega ferhyrningur! Piltarnir hafa ekki enn skrifað undir neitt, en það ætti ekki að vera nema formsatriði að ganga frá því.

Andrew Niccol leikstýrir og skrifaði handritið upp ú bókinni. Hann er vanur skrýtnum „hvað ef“ framtíðarmyndum, en hann gerði hina vanmetnu Gattaca um framtíð þar sem erfðaefnin eru stýra því fyrirfram hverjir möguleikar þínir eru í lífinu. Einnig skrifaði hann handritið að hinni frábæru The Truman Show þar sem líf manns frá a til ö var raunveruleikaþáttur, og nú síðast gerði hann myndina In Time sem ennþá er í bíó, og gerðist í hagkerfi þar sem tími var peningar – bókstaflega. En eru einhverjir hér sem þekkja til bókarinnar, og hafa einhverja skoðun á þessum ágætu piltum í hlutverkin? Eru þetta næstu Edward og Jacob?