Fyrir 4 árum síðan myndaðist sú umræða, í kringum allar endurgerðirnar sem voru á þeim tíma eins og t.d. Freddy vs. Jason, The Grudge og fleiri, að endurgerð The Evil Dead væri raunhæfur möguleiki, og Sam Raimi staðfesti það í viðtali við fjölmiðla. Nú erum við hér 4 árum síðar með ekkert á milli handanna.
„Þegar ég stofnaði Ghost House Pictures þá vildi ég endilega endurgera myndina, einfaldlega vegna þess að fyrsta myndin var skotin upp á 16 mm filmu og eftir því hvernig tækninni hefur fleygt fram þá gætum við tekið hana upp í betri gæðum og með betra hljóð sem myndi örugglega þrefalda gæði myndarinnar.“
„Okkur langar enn að gera myndina og það er í raun ekkert sem stoppar okkur.“, sagði Raimi í viðtali fyrir stuttu. Hann hefur ekki unnið að Evil Dead efni síðan Army of Darkness árið 1992/93 en hann hugsar enn mjög vel til þríleiksins. Nú er bara spurning hvort myndin muni líta dagsins ljós einhverntímann, og ef já við því, hvort meistari Bruce Campbell eigi eftir að leika í henni!
Persónulega vil ég að hann láti myndina í friði ef hann finnur ekkert sem keyrir hann áfram í að endurgera hana nema það að bæta hljóð- og myndgæði.

