Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Evil Dead 3, eða Army of Darkness, er steikt grínhrollvekja sem er hægt að skemmta sér drulluvel yfir. Hér er Sam Raimi búinn að taka þríleik sinn í allt aðra átt og breytir henni í ævintýramynd með grínívafi. Bruce Campbell er ávallt svalur í hlutverki Ash. Svo er endirinn á sögu Raimis alveg frábær og kemur verulega á óvart. Þannig ef þið leitið að góðum þríleik, þá er Evil Dead Serían alveg pottþétt myndir sem þið ættuð að sjá. Mér persónulega finnst þetta besta trilógía af hrollvekjum sem hefur verið gerð. Og er þessi 3 partur ekkert verri en forverarnir. Toppskemmtun í hæsta gæðaflokki.
Ef að ég má leiðrétta hann Hrannar þá eru Army of Darkness og Bruce Campbell vs. Army of Darkness eina og sama myndin.
En snúum okkur þá að gagnrýninni.
Þessi mynd er það sem að kvikmyndir snúast um.
Ég ætla nú ekkert að fara út í söguþráðinn þar sem að fyrrverandi gagnrýnendur hafa orðið fyrri til en ég ætla að mæla með því að allir sjái þessa mynd þótt að væri nú ekki abra fyrir Brúsann. Bruce Campbell er einn besti leikari allra tíma. Eftir að sjá þessa mynd gerðist ég Bruce-limi.
Múslimar, kristið fólk, hindú, gyðingar og þar eftir götunum. Gerist Bruce-limar!
Til eru tvær útgáfur af 'Evil Dead 3', það eru 'Army of Darkness' og 'Bruce Campbell vs. Army of Darkness'. Til umfjöllunar hér er sú síðarnefnda. Eftir raunir Ash í fyrstu myndunum tveimur, þar sem hann fyrst þroskast úr venjulegum náunga yfir í skrýmslabana og í annarri myndinni úr skrýmslabana í hetju, ferðast hann um tíma og rúm, lendir í Englandi á 13. öld þar sem hann kynnist konunginum Arthur og gömlum vitringi sem gefur góð ráð (Merlin?). Bifreið, haglabyssa og vélsög Ash fara með honum í tímaflakkið. Í tilraun sinni til að opna aftur tímagáttina vekur Ash óvart upp her uppvakninga, þúsundir beinagrinda sem haga sér eins og hálfvitar. Það er mikill galsahúmor í þessari mynd og greinilegt að efnið var ekki tekið alvarlega. Hrollvekjuelementið er nánast algjörlega horfið og nú er einfaldlega fylgst með ævintýrum Ash þar sem hann þarf að berjast við nokkra uppvakninga, smærri útgáfum af sjálfum sér sem spretta úr brotnum speglum, og svo aðal illmennið, sem virðist vera hann sjálfur, nema bara ansi illur. Frasarnir í myndinni eru góðir og er Bruce Campbell án nokkurs vafa einn mesti töffari kvikmyndasögunnar. Þekktasti frasi myndarinnar er eflaust þegar Ash tekur upp afsagaða haglabyssu með annarri hendi, gerir sig reiðubúinn til að berjast gegn skrýmsli og segir: Come get some og skýtur síðan nokkrum kúlum úr haglabyssunni sem virðist vera sjálfhlaðin og með endalaus skot. Svo snýr hann byssunni í nokkra hringi, eins og Arnold í T2, og stingur henni í bakhulstrið. Tæknibrellurnar eru upp og ofan, en hugmyndaflæðið er mikið og skemmtilegt. Mjög skemmtileg mynd!
Þetta er enn ein evil dead myndin en þessi er allrabest, hún er sælgæti fyrir augun. þessi gerist í fortíðinni og Ash er fastur þar. hann þarf að komst þaðann með hjálp töframanns. allgjört rugl. en algjör snilld.
Hér er á ferðinni framhaldið af Evil Dead 2 og gefur henni ekkert eftir. Í fyrri myndinni skaust Ash aftur í tímann og lenti á miðöldum vopnaður keðjusög og haglabyssu. Það vildi þá einmitt til að riddararnir eru að berjast við her hinna dauðu og Ash ætlar að hjálpa þeim ef þau hjálpa honum aftur í tímann. Möst fyrir alla hryllingsnörda.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$11.000.000
Tekjur
$21.502.976
Vefsíða:
Aldur USA:
R
VOD:
17. janúar 2014
- Ash: You ain't leading but two things right now: Jack and Shit, and Jack just left town.