Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Evil Dead 1981

(Into the Woods, Book of the Dead)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 10. október 1984

They got up on the wrong side of the grave.

85 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 71
/100

Fimm vinir fara í ferðalag út í skóg til að gista þar í kofa. Þar í miðjum skóginum, upplifa þeir ólýsanlega illsku. Þeir finna galdrabók og upptöku af þýðingu textans. Þegar upptakan er spiluð þá losnar illskan úr læðingi. Einn af öðrum verða vinirnir ungu að hræðilegum uppvakningum þar til aðeins einn er eftir sem þarf að lifa nóttina af... Lesa meira

Fimm vinir fara í ferðalag út í skóg til að gista þar í kofa. Þar í miðjum skóginum, upplifa þeir ólýsanlega illsku. Þeir finna galdrabók og upptöku af þýðingu textans. Þegar upptakan er spiluð þá losnar illskan úr læðingi. Einn af öðrum verða vinirnir ungu að hræðilegum uppvakningum þar til aðeins einn er eftir sem þarf að lifa nóttina af og berjast við hina lifandi dauðu.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þetta er ein besta mynd sem ég hef séð þessi mynd er um hóp af fólki sem fer í einhvern bústað ínní skóg og þar finna þau upptöku sem vekur upp djöfla sem taka yfir mann og til drepa hina
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er á ferðinni mjög góð mynd um Ash(Bruce Campbell) og vini hans sem fara einhvert lengst inn í skóg og fara í einhvernskonar sumarbústað. En þar inni finnur Ash upptökutæki og á því er þýðing á bók sem kallast Necrenomicon ex mortes eða bók hinna dauðu. Ash spilar þetta en þessi upptaka lífgar drauga eða djöfla til lífssins. Nú þurfa Ash og vinir hans að snúa álögunum við en það gerist ekki auðvelt. Hún er aðeins ofleikin á köflum en þið ættuð að geta litið fram hjá því. Þetta er mynd sem allir verða að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það voru allir búnir að segja mér að ef að ég vildi sjá alvöru hrollvekju þá ætti ég að leita mér að þessari mynd. Þannig að ég ákvað að fara í DVD verslun niðrí bæ og næla mér í eintak af myndinni og verð ég að segja að ég var ekki fyrir vonbrigðum. Áður hafði ég séð myndir með Sam Raimi sem voru af allt öðrum sortum en þessi mynd, eins og Spider-man og Simple Plan. Og á þeim tíma gat ég ekki ímyndað mér að þessi leikstjóri væri að gera hrollvekjur. En hvað um það. Þessi fyrsti kafli af Evil Dead trilógíunni, og sá besti að mínu mati, fjallar um fimm einstaklinga sem fara upp í sumarhús til þess að skemmta sér og slaka af. Þegar að kvölda líður finna þau bók sem kallast Book of the dead og segulbandstæki sem lýsir bókinni og til hvers hún var notuð. Eftir það byrjar barátta upp á líf og dauða hjá Ash og öllum hinum. Þessi mynd er einstaklega vel gerð miðað við hrollvekjumynd. Handritið að myndinni er einstaklega vel skrifað, myndatakan er stundum á köflum svo creepy að maður fær gæsahúð. Spennan í myndinni er rosaleg. Hljóðið í myndinni er líka mjög gott og leikstjórn Sam Raimis algjör snilld. Leikararnir eru alveg fínir en Bruce Campbell fær stóran plús fyrir túlkun sína á Ash. Topphrollvekja sem ég get vel mælt með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Evil Dead þríleikurinn er gjörólíkur öðrum þríleikjum. Fyrsta myndin er hrein hrollvekja. Önnur myndin er grínhrollvekja sem endursegir fyrstu myndina og bætir við, en þriðja myndin er hrollvekjufantasía með tímaflakki og látum. The Evil Dead er eins og svo margar unglingahrollvekjur um fimm ungar manneskjur sem fara í ferð að afskekktum kofa. Jafnvel áður en þau koma á staðinn tekur einhver vera eftir þeim, við sjáum hana aldrei en hún brýtur sér leið gegnum skóga með miklum látum. Í kjallara kofans finna ungmennin hins vegar forna bók með kápu úr mannshúð og texta ritaðan úr blóði. Textinn er skrifaður á máli sem ekkert þeirra skilur, en fyrri eigandi hefur skilið eftir riffil og segulbandsupptöku. Þegar segulbandsupptakan er spiluð les rödd upp sérkennilegan texta, sem hræðir ungmennin og vekur til hreyfingar óvætti úr skóginum umhverfis þau. Þá hefst líka fjörið. Aðalhlutverkið er í höndum Bruce Campbell, sem af aðdáendum og honum sjálfum er oft kallaður 'The Chin' eða Hakan, en hann leikur einn úr hópnum, Ashley, sem þróast úr því að vera tilfinninganæmt góðmeni í skrýmslabana. Þessi breyting er það sem gefur myndinni mest skemmtanagildi. Samspil tónlistar og myndar er mögnuð, og ég mana þig til að stilla græjurnar hátt á meðan þú horfir á hana, og lækka ekki í þeim þó að það verði oft freistandi, því að á einstaka stöðum er spennan nánast óbærileg. Eitt atriði fannst mér sérlega vel útfært, en það er þegar Ash snertir spegilmynd af sjálfum sér. Myndin er sérstaklega áhugaverð fyrir kvikmyndaáhugamenn sem vilja skoða leikstjóraferil Sam Raimi, þess hins sama og slegið hefur í gegn með Spider-Man myndunum, en hann gerði The Evil Dead fyrir mjög lága upphæð. Leikararnir standa sig jafn vel og búast má við í svona mynd, en Bruce Campbell er glæsilegur. Þessi mynd er alls ekki fyrir viðkvæmar sálir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er ein asnalegasta mynd sem að ég hef séð. en snilld er hún. Bruce Campbell er einn mínum uppáhalds leikurum þó að ég hafi ekki séð margar. þessi mynd fjallar um hóp af fólki sem að fer í sumar bústað, og hlutir fara að gerast, allskonar asnalegir hlutir og drauga zombies koma á stjá. snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

24.04.2018

Bruce Campbell kveður Ash

Litríki og sjálftitlaði B-mynda leikarinn Bruce Campbell tilkynnti á Facebook síðu sinni að hann væri hættur að leika Ash Williams. Sjónvarpsstöðin Starz tilkynnti fyrir stuttu að framleiðslu á þáttunum „Ash vs....

05.05.2017

Nístandi hrollvekjusumar í paradís

Hrollvekjur  eru sívinsælar og eins og segir í frétt frá Bíó paradís þá tíðkast það víða erlendis að nota sumrin til horfa á slíkar myndir, og láta þá kaldan hrollinn hríslast niður eftir bakinu á heitum síðkvöldum.   ...

27.09.2013

The Evil Dead (1981)

Þá er komið að umfjöllun föstudagsins. Fyrir þá aðila sem þekkja þessar umfjallanir ekki/lítið, þá tek ég fyrir eina mynd á hverjum föstudegi sem er titluð sem indí, költ, ódýr, B eða almennt lítið þekkt...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn