Teaser fyrir Saw V

Teaser fyrir fimmtu Saw myndina, Saw V er kominn í hús og er rétt undir mínútu langur. Ljóst er að þessi kvikmyndasamsteypa er ekki að þreytast, heldur er sá orðrómur í loftinu að Saw VI muni líta dagsins ljós fyrr en síðar.

Saw V verður frumsýnd í Bandaríkjunum 24.október og vonandi á svipuðu tímabili hér á Íslandi, en lokadagsetning hefur enn ekki verið gefin út. Ég mæli með því að þið lesið ekki söguþráðinn, því ótrúlegt en satt þá birtir hann hver Jigsaw er í þessari mynd!

Teaserinn má sjá fyrst um sinn á forsíðu okkar eða með því að kíkja á undirsíðu myndarinnar hér á Kvikmyndir.is