Tatum Gene Kelly týpa

tatumChanning Tatum, Ralph Fiennes og Tilda Swinton eiga ,samkvæmt frétt The Hollywood Reporter, í viðræðum um að bætast í leikarahóp gamanmyndar Coen bræðra, Hail, Caesar!, en George Clooney og Josh Brolin hafa nú þegar ákveðið  að leika í myndinni.

Myndin segir gamansama sögu Eddie Mannix, reddara sem vann fyrir kvikmyndaverin í Hollywood á sjötta áratug síðustu aldar.

Eins og þeirra Coen bræðra er von og vísa, þá koma við sögu ýmsar litríkar persónur í myndinni, enda gerist myndin á svokölluðum gullaldarárum Hollywood.

Hlutverk Tatum myndi verða persóna í stíl við leikarann Gene Kelly, en Fiennes myndi leika Laurence Lorenz, yfirmann kvikmyndavers, og Swinton myndi leika áhrifamikinn slúðurdálkahöfund í Hollywood.

Síðustu myndir Tatum eru hin vinsæla 22 Jump Street og væntanlegur er vísindatryllirinn Jupiter Ascending og fjölbragðadramað Foxcatcher.

Swinton sást síðast í Snowpiercer og The Grand Budapest Hotel. 

Fiennes lék einnig í The Grand Budapest Hotel, en aðrar nýlegar myndir eru The Invisible Woman og Skyfall.