Tarantino vill Britney Spears og BJ Novak

 Quentin Tarantino er sagður hafa rætt við Office stjörnuna BJ Novak varðandi hlutverk í næstu mynd sinni, en hún ber nafnið Inglorious Bastards og fjallar um hóp glæpamanna sem verða fyrir árás nasista í Seinni Heimsstyrjöldinni.
Allir nema glæpamennirnir deyja, og þeir ákveða að reyna að komast til
Sviss til að flýja ákærur – en til þess verða þeir að komast í gegnum
allan her nasistanna.

Quentin Tarantino hefur nú þegar sagt frá því að Brad Pitt og Eli Roth munu leika í myndinni og nú hefur BJ Novak bæst við listann, en hann leikur í bandarísku The Office seríunni. Novak mun líklegast leika PFC Utivich, hermann frá Bandaríkjunum af gyðingauppruna. Vonast er til þess að Inglorious Bastards komi út árið 2010.

Quentin Tarantino hefur einnig sagt frá því að hann sækist eftir Britney Spears í aðalhlutverk endurgerðar sem hann er með í bígerð, en hann vonast til þess að endurgera myndina Faster, Pussycat. Kill! Kill! frá árinu 1965, en þetta er ansi fræg cult-mynd. Britney Spears myndi leika lesbíska dansarann Vörlu sem myrðir kærastann sinn með berum höndunum og á rúmgott með konu á einhverjum tímapunkti í myndinni.

„Quentin er sannfærður um að Spears sé sú rétta í hlutverkið og hún er sjálf á sama máli, hún telur þetta geta snúið ferli sínum við.“ sagði heimildarmaður í viðtali.

Mitt álit
Engar upplýsingar eru aðgengilegar varðandi þessa mögulegu endurgerð, þannig að ég tek því með miklum fyrirvara. Hins vegar er ótrúlegt að sjá hvað er að gerast í hausnum á Tarantino, það er enginn skortur á hugmyndunum og það virðist sem ein af hans steikari sé að komast í framkvæmd með gerð Inglorious Bastards.

Tengdar fréttir

6.8.2008    Brad Pitt og Eli Roth í Inglorious Bastards!

10.7.2008    Lítum á handrit Inglorious Bastards

20.6.2008    Inglorius Bastards skipt í tvennt?

27.5.2008    Inglorious Bastards verður loks til!