Kóngurinn sjálfur, leikstjórinn Quentin Tarantino er mættur á topp íslenska bíóaðsóknarlistans, en nýjasta mynd hans, Once Upon a Time in Hollywood var frumsýnd fyrir helgi hér á landi. Myndin hefur verið að fá fínar viðtökur víða um heim, og margir tala um myndina sem hans bestu síðan hann gerði Pulp Fiction, eða Reyfara, eins og myndin var kölluð hér á landi.
Toppmynd síðustu viku, og þriggja vikna þar á undan, Disney kvikmyndin The Lion King, varð að gefa toppsætið eftir í þetta sinn, og situr nú í öðru sæti bíóaðsóknarlistans íslenska. Þriðja vinsælasta kvikmynd landsins er síðan Héraðið, ný mynd Gríms Hákonarsonar.
Ein ný mynd til viðbótar er á listanum að þessu sinni, en Wild Rose fór beint í 17. sæti listans.
Sjáðu bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: