Camila verður ný Öskubuska

Þar sem að réttindin að ævintýrinu um Öskubusku eru komin úr höfundarrétti, sem þýðir að hver sem er getur nýtt sér söguna, þá ætlar Sony framleiðslufyrirtækið nú að gera sína eigin leiknu útgáfu af þessari sígildu sögu með engri annarri en kúbansk-bandarísku poppstjörnunni Camila Cabello, 22 ára, í titilhlutverkinu. Kay Cannon, sem síðast leikstýrði gamanmyndinni […]

Öskubuska rústar meti Maleficent

Fyrsta stiklan úr Disney myndinni Cinderella, eða Öskubuska, hefur slegið nýtt áhorfsmet Disney á stiklu á fyrstu 24 tímunum frá því að hún var frumsýnd, að Marvel stiklum undanskildum. Með aðalhlutverkið, Ellu, eða Öskubusku, fer Downton Abbey leikkonan Lily James og Cate Blanchett leikur vondu stjúpuna. 4,2 milljón áhorf voru skráð á stikluna á YouTube […]

Öskubuska einstaklega fögur

Öskubuskumynd breska leikstjórans Kenneth Branagh er hægt og hægt að taka á sig mynd og nú hefur fyrsta ljósmyndin af Öskubusku sjálfri verið birt. Kvikmyndin er framleidd af Disney kvikmyndafyrirtækinu, og tökur eru hafnar í Englandi. Á myndinni sést Lily James, sem er þekkt fyrir leik sinn í Downton Abbey sjónvarpsþáttunum og kvikmyndinni Wrath of […]

Mowgli og félagar í leikinni mynd

Disney kvikmyndafyrirtækið hyggst gera leikna mynd eftir The Jungle Book, eða Skógarlífi, eins og bókin heitir á íslensku, að því er The Hollywood Reporter greinir frá. The Jungle Book er eftir rithöfundinn Rudyard Kipling. Justin Marks hefur verið ráðinn til að skrifa handrit myndarinnar. The Jungle Book er safn smásagna og var fyrst gefið út […]

Madden verður prinsinn í Öskubusku

Richard Madden, sem leikur Robb Stark í sjónvarpsþáttunum vinsælu Game of Thrones, mun leika hlutverk prinsins í nýju Öskubusku myndinni sem Disney kvikmyndafyrirtækið er að gera. Eins og við sögðum frá á dögunum þá leikur Lily James úr sjónvarpsþáttunum Downton Abbey hlutverk Öskubusku, og Cate Blanchett vondu stjúpuna. Leikstjóri myndarinnar er Kenneth Branagh.  Disney setti […]

James verður Öskubuska

Breska leikkonan Lily James, sem er best þekkt fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum bresku Downton Abbey hefur verið ráðin í hlutverk Öskubusku í Cinderella; nýrri mynd sem Disney er að gera eftir þessu sígilda ævintýri. Leikstjóri myndarinnar verður hinn breski Kenneth Branagh og ástralska leikkonan Cate Blanchett mun leika vondu stjúpuna. James lék Lafði Rose […]

Rödd Öskubusku látin

Í gær sögðum við frétt af nýrri bíómynd eftir sögunni um Öskubusku, en nú berast þær fregnir að Ilene Woods, sem talaði fyrir Öskubusku í hinni sígildu Disney teiknimynd, sé látin, 81 árs að aldri. Hún lést af veikindum tengdum Alzheimer sjúkdómnum, á hjúkrunarheimili í Canoga Park, að því er eiginmaður hennar Ed Shaughnessy sagði […]

Amanda verður Öskubuska

Samkvæmt nýrri frétt á Filmofilia þá mun Amanda Seyfried leika Öskubusku í nýrri mynd sem gera á eftir þessu sígilda ævintýri. Amanda er hvað þekktust fyrir leik sinn í Mamma Mia og Mean Girls. Allir þekkja Öskubusku söguna, vondu stjúpmóðurina og stjúpsysturnar þrjár sem vilja ekki að Öskubuska fari á ball þar sem sjálfur draumaprinsinn […]

Hathaway í öskubuskuhlutverki

Leikkkonan Anne Hathaway hefur tekið að sér hlutverk í nýrri „öskubuskumynd“, en um er að ræða kvikmyndagerð vinsællar skáldsögu David Nicholls, One Day, sem fjallar um konu í verkamannastétt sem lendir á séns með heillandi ríkisbubba, sem leikinn verður af Jim Sturgess. Anne er þekkt fyrir leik í myndum eins og „Ella Enchanted“ og „The […]