Frumsýning: Evil Dead

Sena frumsýnir hrollvekjuna Evil Dead á föstudaginn næsta, þann 3. maí í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri, en um er að ræða endurgerð á sígildri mynd eftir Sam Raimi. Í tilkynningu frá Senu segir að beðið hafi verið eftir þessari mynd með mikilli eftirvæntingu: „Það er óhætt að fullyrða að endurgerð þessarar sígildu hryllingsmyndar hafi […]

Sprellfjörug illska á toppnum

Það fór eins og menn spáðu á laugardaginn, illskan trekkti mest að í bandarískum bíóhúsum um helgina og endurgerðin á hrollvekjunni Evil Dead reyndist vera vinsælasta myndin. Myndin þénaði 26 milljónir Bandaríkjadala og ruddi G.I. Joe: Retaliation úr toppsætinu, en hún fór á toppinn þegar hún var frumsýnd um síðustu helgi. Velgengni hrollvekjunnar kom nokkuð á óvart […]

Hið illa selur miða

Endurgerð af hrollvekjunni Evil Dead og þrívíddarútgáfa af risaeðlustórmyndinni Jurassic Park voru tvær aðsóknarmestu myndirnar í bíóhúsum í Bandaríkjunum í gær föstudag, þegar þær voru frumsýndar. Upprunalega Evil Dead myndin var gerð á níunda áratug síðustu aldar, og leikstýrt af Sam Raimi, en upprunalega Jurassic Park ( í 2D ) var frumsýnd fyrir um tuttugu […]

Blóðlaus og barnvæn Evil Dead stikla

Nýlega var birt Red-Band stikla úr myndinni The Evil Dead, sem er endurgerð frægrar myndar með sama nafni.  Red-Band stikluna má sjá hér, og nú er einnig komin svokölluð Green Band stikla. Það sem skilur stiklunar rauðu og grænu í meginatriðum að er að blóðið og viðbjóðurinn gusast óhindrað í allar áttir í Red-band stiklunni, […]

Evil Dead kitla fyrir stiklu

Við birtum á dögunum kitlu úr Evil Dead sem tekin var upp af áhorfanda á Comic Con. Opinber stikla er væntanleg síðar í dag, en þangað til geta menn horft á þessa kitlu fyrir stikluna, en auk atriða úr myndinni eru skot sem tekin voru á pallborðsumræðum á nýafstaðinni Comic Con ráðstefnu í New York, […]

Ash verður ekki í nýju Evil Dead myndinni

Aðdáendur klassísku hryllingsseríunnar The Evil Dead geta andað aðeins léttar í dag; Bruce Campbell skrifaði á Twitter í gær að karakterinn sem hann gerði ódauðlegan, Ash, mun ekki koma fram í endurgerðinni af upprunalegu Evil Dead myndinni. Hann bætti einnig við að allir viðstaddir væru hæstánægðir með áttina sem endurgerðin er að fara í. Fyrir […]