Evil Dead kitla fyrir stiklu

Við birtum á dögunum kitlu úr Evil Dead sem tekin var upp af áhorfanda á Comic Con. Opinber stikla er væntanleg síðar í dag, en þangað til geta menn horft á þessa kitlu fyrir stikluna, en auk atriða úr myndinni eru skot sem tekin voru á pallborðsumræðum á nýafstaðinni Comic Con ráðstefnu í New York, þar sem sjá má B-mynda goðið Bruce Campbell, sem lofar því að blóðið muni renna, ef ekki frussast yfir áhorfendur,  leikstjórann Fede Alvarez og aðalleikkonuna Jane Levy.

Eins og flestir vita er The Evil Dead endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1981 sem vakti gríðarlega lukku þegar hún kom út. Myndin fjallar um hóp unglinga sem fer í sumarbústað lengst inni í skógi og lendir í hinum ýmsu (blóðugu) ævintýrum.

Myndin verður frumsýnd 12. apríl á næsta ári.