Þrívíddarteiknimynd um hinn ástsæla Tinna eftir Hergé er nú í vinnslu og myndin hér að ofan er fyrsta myndin sem birtist af Tinna eins og hann kemur til með að líta út í myndinni. Myndin heitir the Adventures of Tintin: The Secret of the Unicorn, og að framleiðslunni koma tveir stjörnuleikstjórar og framleiðendur, þeir Peter Jackson og Steven Spielberg, sem leikstýrir myndinni.
Með helstu hlutverk í myndinni fara Jamie Bell sem leikur Tinna, Daniel Craig sem leikur Rögnvald Rauða, Andy Serkis, sem leikur Kolbein Kaftein, og Simon Pegg og Nick Frost sem leika hina kostulegu leynilögreglumenn Skapta og Skafta.
Frumsýning myndarinnar í Bandaríkjunum er áætluð 28. desember árið 2011, en þann 26. október 2011 í Bretlandi, enda eru Tinna sögurnar þekktari í Evrópu en í Bandaríkjunum.
Hvenig líst ykkur á þetta nýja útlit Tinna?