Sveiflar grænum höndum

thorTökur á þriðju ofurhetjumyndinni um Thor, Thor Ragnarok, standa nú sem hæst í Queensland í Ástralíu, en það er að sjálfsögðu heimamaðurinn, ástralski leikarinn Chris Hemsworth, sem fer með hlutverk hins hamars-sveiflandi Þórs.  Skemmst er að minnast þess þegar fyrsta myndin var að hluta til tekin upp hér á Íslandi.

Í myndinni koma fleiri ofurhetjur við sögu, þar á meðal hinn hoppandi græni risi Hulk, í túlkun Mark Ruffalo, en Ruffalo birti fyrr í dag mynd á Twitter þar sem hann er kominn með Hulk-hendurnar og sveiflar þeim í átt að myndavélinni.

Sjón er sögu ríkari:

Leikstjóri Thor: Ragnarok er Taika Waititi, og handritið skrifa þau Christopher Yost og Craig Kyle.  Auk Hemsworth og Ruffalo, þá fer Tom Hiddleston enn á ný með stórt hlutverk í myndinni, hlutverk Loka.