Stuttmynd: Maggie Simpson í "The Longest Daycare"

Það þekkja eflaust allir Simpson fjölskylduna sem hefur verið á skjánum í tæp 25 ár. Yngsti meðlimur fjölskyldunnar hefur loksins fengið aðalhlutverk í nýrri stuttmynd sem ber heitið „The Longest Daycare“ og fjallar myndin um Maggie sem eyðir deginum á dagheimili fyrir börn og á í stríði við erkióvin sinn, barnið Gerald.

Stuttmyndin er tilnefnd til Óskarsverðlauna og telja margir að hún muni hreppa verðlaunin.

James L. Brooks framleiðir myndina og er tónlistin í höndum Hans Zimmer.

Hér fyrir neðan má sjá stuttmyndina: