Streep fer á kostum í 'Into the Woods'

into-the-woods-meryl-streep-disney-posterÁ föstudaginn næstkomandi verður nýjasta kvikmynd Disney, Into the Woods, frumsýnd. Í myndinni fer leikkonan Meryl Streep á kostum enda fékk hún óskarstilnefningu fyrir leik sinn í myndinni. Með önnur hlutverk fara m.a. Anna Kendrick, Chris Pine, Emily Blunt, James Corden og Johnny Depp.

Into the Woods er byggð á samnefndum söngleik eftir tónlistar- og textahöfundinn Stephen Sondheim og rithöfundinn og leikskáldið James Lapin. Söngleikurinn var fyrst settur á svið í San Diego árið 1986 og var ári síðar kominn á Broadway þar sem hann naut mikilla vinsælda og vann til nokkurra Tony-verðlauna, þar á meðal fyrir bestu tónlistina.

Myndin fjallar um bakarahjón sem óska þess heitast að eignast barn fá óvænta heimsókn nornar sem segist munu uppfylla ósk þeirra nái þau að safna saman fjórum hlutum sem nornin þarf til að búa til galdraseyði. Fyrir utan bakarahjónin sem leita þeirra fjögurra hluta sem nornin vill fá fyrir að aflétta af þeim barnsleysisálögunum eru persónurnar í sögunni sóttar í nokkur af hinum þekktu Grimms-ævintýrum. Fara þar fremst í flokki Rauðhetta, amman og úlfurinn, Öskubuska, stjúpmóðir hennar, stjúpsystur og prinsinn, Jói og móðir hans úr sögunni um baunagrasið og hin síðhærða Gullbrá og hennar prins.

Sýningarstaðir: Sambíóin Kringlunni, Akureyri og Keflavík og Smárabíó.

Aldurstakmark: 7 ára.