Stjörnufans í 43 – Red Band stikla

Komið er út nýtt svokallað Red Band sýnishorn úr léttklikkuðu Farrelly gamanmyndinni Movie 43, en myndin er stútfull af frægum leikurum. Á meðal leikara eru: Elizabeth Banks, Kristen Bell, Halle Berry, Leslie Bibb, Kate Bosworth, Gerard Butler, Bobby Cannavale, Kieran Culkin, Josh Duhamel, Anna Faris, Richard Gere, John Hodgman, Terrence Howard, Hugh Jackman, Johnny Knoxville, Justin Long, Stephen Merchant, Christopher Mintz-Plasse, Chloë Grace Moretz, Chris Pratt, Liev Schreiber, Seann William Scott, Emma Stone, Jason Sudeikis, Uma Thurman, Naomi Watts og Kate Winslet.

 

Ath. að Red Band þýðir að sýnishornið gæti innihaldið meira ofbeldi, grófara orðbragð, eiturlyf, eða nekt en hefðbundnar stiklur.

Sjáið sýnishornið hér að neðan:

Leikstjóri er Peter Farrelly annar  Farrelly bræðra, sem gerðu  m.a. Something About Mary og Dumb & Dumber.

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum þann 25. janúar, en 8. febrúar hér á landi.