There's Something About Mary (1998)Öllum leyfð
Frumsýnd: 6. nóvember 1998
Tegund: Gamanmynd, Rómantísk
Skoða mynd á imdb 7.1/10 203,342 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Everyone's talking about Mary...
Söguþráður
Gauranir sem færðu okkur heimskingjana í Dumb & Dumber og keilunördin í Kingpin eru búnnir að gera ástarsögu... eða þannig. Hér er á ferðinni kostuleg gamanmynd með laufléttu rómantísku ívafi þar sem ekkert er heilagt enda Farrelly bræður við stjórnvölin. Myndin segir frá Ted Strohmann leikinn af Ben Stiller, sem ræður til sín einkaspæjara, leikinn af Matt Dillon, til að hafa uppá æskuástinni, henni Mary, leikin af Cameron Diaz. Hann finnur Mary fyrir Ted en fellur kylliflatur fyrir henni sjálfur. Eitt leiðir að öðru og upphefst brjálæðisleg samkeppni þeirra á milli að vinna ást Mary. Inní þetta fléttast enn fleiri furðu karakterar sem líka vilja eignast Mary og verða hennar að eilífu. Sum atriði í myndinni eiga eftir að vera umtöluð í langan tíma og búast má við að ekki komi allir bíógestir óhneykslaðir af þessari sprenghljægilegu og kolrugluðu gamanmynd.
Tengdar fréttir
08.12.2011
Stooges-stiklan vekur upp kjánahroll
Stooges-stiklan vekur upp kjánahroll
Einu sinni var sú tíð að fólk var ofsalega spennt fyrir nýrri mynd frá Farrelly-bræðrum, en þeir, fyrir þá sem ekki vita, stóðu á bakvið Dumb & Dumber, Kingpin, There's Something About Mary og Shallow Hal svo eitthvað sé nefnt. Flestir gagnrýnendur - og sennilega margir áhorfendur - hafa sagt að þessir gamanleikstjórar séu löngu búnir að missa dampinn. Jafnvel ef þið...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 0% - Almenningur: 0%
Tilnefnd til tveggja Golden Globe verðlauna. Besta mynd, og besta leikkona í aðalhlutverki, Cameron Diaz.
Svipaðar myndir