Stjórnsöm Heigl stýrir Wilson

Deadline.com segir frá því að Patrick Wilson og Katherine Heigl hafi skrifað undir samning um að leika í svartri gamanmynd sem heitir North of Hell, eða Norður af helvíti, eftir handritshöfundinn og leikstjórann Anthony Burns, sem gerði myndina Skateland árið 2010.

Wilson mun leika athafnamanninn Don Champage sem lifir frábæru lífi fyrir utan það að hann á sjúklega stjórnsama og þráhyggjugjarna eiginkonu sem leikin er af Heigl.

Tökur munu hefjast í Louisiana í Bandaríkjunum í næsta mánuði.

Fyrir þá sem vilja kynna sér fyrri verk Burns þá er stiklan fyrir Skateland hér fyrir neðan: