Stiller leikur strippara

ben-stiller2Leikarinn góðkunni, Ben Stiller, er í viðræðum um að leika í nýrri mynd sem fjallar um strippklúbbinn Chippendales. Myndin er sannsöguleg og fjallar um einn frægasta karlkyns strippklúbb í heiminum.

Myndin hefur fengið titillinn I Am Chippendales og mun Alan Ball leikstýra myndinni, en hann hefur áður leikstýrt þáttunum Six Feet Under og True Blood.

Stiller mun leika danshöfundinn og stripparann Nick DeNoia, sem var myrtur árið 1987 og er talið að einn af stofnendum klúbbsins, Somen Banerjee, hafi myrt hann, en hann framdi sjálfsmorð eftir að hafa verið grunaður um morðið.

Stofnendur klúbbsins voru margir hverjir grunaður um morð. Þar á meðal var Paul Snider, en hann myrti konuna sína árið 1980 eftir að hún fór frá honum fyrir leikstjórann Peter Bogdanovich. Snider endaði svo á því að fremja sjálfsmorð eftir verknaðinn. Þessi saga var m.a. sögð í kvikmyndinni Death of a Centerfold: The Dorothy Stratten Story, þar sem Jamie Lee Curtis lék Stratten og Eric Roberts lék Snider.