11 samkynhneigðir sem hafa hlotið Óskarinn

Vefsíðan Digital Spy hefur tekið saman lista yfir 11 samkynhneigða sem hafa komið út úr skápnum sem hafa hlotið Óskarsverðlaunin.

sam smithTilefnið eru ummæli tónlistarmannsins Sam Smith um að hann væri líklega fyrsti opinberlega samkynhneigði einstaklingurinn til að vinna Óskarinn, sem er langt í frá rétt. Vísaði hann þar í ummæli leikarans Sir Ian McKellen.

Smith hlaut Óskarsverðlaunin fyrir lag sitt Writing´s On The Wall í Bond-myndinni Spectre.

Hérna geturðu séð lista Digital Spy en á honum eru Dustin Lance Black, Elton John, Melissa Etheridge, Pedro Almadovár, Stephen Sondheim, John Gielgud, Howard Ashman, Alan Ball, Bill Condon, John Schlesinger og John Corigliano.