Stiller aftur í Arrested Development sem Tony Wonder

Ný sería sjónvarpsþáttanna Arrested Development hefur göngu sína í Bandaríkjunum í maí nk. og nú hefur verið staðfest að Ben Stiller muni snúa aftur til að leika töframanninn Tony Wonder, erkióvin GOB Bluth sem Will Arnett leikur.

Það er Entertainment Weekly tímaritið sem segir frá þessu, en Stiller mun koma fram sem gestaleikari í einum þætti.

Stiller kom fram sem Tony Wonder í 2. og 3. seríu þáttanna, en Arrested Development voru í sýningum á Fox sjónvarpsstöðinni á árinum 2003-2006.

Í nýju seríunni munu ýmsir fleiri þekktir leikarar koma við sögu í gestahlutverkum, þar á meðal Seth Rogen, Kristen Wiig, Conan O’Brien, Isla Fisher og John Slattery.