Stígvélaði kötturinn notar Oldspice

Ný, stórskemmtileg sjónvarpsauglýsing fyrir Stígvélaða Köttinn, sem mætti telja sem fimmtu myndina í Shrek seríu Dreamworks, kom á veraldarvefinn fyrir skömmu. Þetta væri varla frásögu færandi nema af því hún stelur svo innilega frá Oldspice auglýsingu sem varð vinsæl fyrir nokkru. Sjáið hana hér:

Annars er myndin væntanleg til Íslands 9. desember í ár, og verður vonandi áframhald á þeim ferska andblæ sem hefur komið frá Dreamworks teiknimyndunum undanfarið. Ef þú vilt sjá alvöru trailera fyrir myndina, finndu þá hér. Annars hefur markaðssetningin fyrir myndina verið soldið sniðug, m.a. rakst ég á þetta „hreyfiplaggat“ (eins og eru í Egilshöll) sem er soldið sniðugt. Antonio Banderas snýr aftur sem Stígvélaði kötturinn, og við bætast m.a. Billy Bob Thornton og Salma Hayek. Ef þú fattaðir ekki auglýsinguna, mæli ég með að þú skoðir þessa. Hún er betri: