Sonur Schwarzenegger endurgerir T2 atriði

Joseph Baena, sonur  hasarhetjunnar Arnold Schwarzenegger, hefur nú fetað í fótspor föður síns í orðsins fyllstu merkingu með því að endurgera frægt atriði úr Schwarzenegger myndinni Terminator 2: Judgement Day. 

joseph baena

Í atriðinu, sem má sjá hér að neðan, og er leikstýrt af ungum og upprennandi kvikmyndagerðarmanni, Ben Hess, fer Baena í leðurgallann og í hlutverk framtíðarvélmennisins T-800 sem kemur að mótorhjólakrá árið 1995 til að finna sér einhver föt til að vera í. Áður en hann ekur af stað á mótorhjóli, þá þarfnast hann riffils og sólgleraugna, sem hann stelur af gaur fyrir utan.

Baena er sonur fyrrum húsjálpar Schwarzenegger, Mildred Baena, en leikarinn átti í ástarsambandi með henni, á meðan hann var kvæntur Maria Shriver. Annar sonur Schwarzenegger, Patrick, hefur sömuleiðis fetað í fótspor föður síns, og leikið í myndum eins og Grown Ups 2 og Scouts Guide to the Zombie Apocalypse.

Kíktu á atriðið hér fyrir neðan: