Sonur dýragarðsvarðar vinsæll á DVD

Hin Óskarstilnefnda bíómynd Life of Pi kom út í síðustu viku á DVD og Blu-ray og fer beint á topp íslenska DVD  / Blu-ray listans á sinni fyrstu viku á lista. Myndin fjallar um Pi Patel, bráðgeran son dýragarðsvarðar. Þeir búa í Pondicherry í Indlandi, en ákveða að flytja til Kanada, og húkka sér far með fraktflutningaskipi. Þegar skipið strandar, þá finnst Pi á björgunarbát á miðju hafi ásamt sebrahesti, hýenu og órangútanapa, og 450 punda Bengal tígrisdýri sem kallast Richard Parker, en allur hópurinn berst við að halda lífi á bátnum.

Í öðru sæti er hamfaramyndin áhrifaríka The Impossible og í þriðja sæti, niður úr efsta sætinu, er Silver Linings Playbook, en Jennifer Lawrence fékk Óskarsverðlaunin fyrir frammistöðu sína í þeirri mynd í febrúar sl.

Í fjórða sæti, niður um tvö, er myndin um Hobbitann sem frumsýnd var um síðustu jól, og í fimmta sæti er brunaliðsmyndin Fire with Fire, og fer upp um tvö sæti á milli vikna.

Á listanum eru tvær nýjar myndir til viðbótar. Í 16. sætinu er Channing Tatum myndin Son of No One og í humátt á eftir henni í 17. sæti kemur 360.

Sjáðu 20 vinsælustu myndirnar á Íslandi á DVD / Blu-ray hér fyrir neðan:

Stikk: