Tökur eru hafnar á framhaldi kvikmyndarinnar It, sem gerð er eftir sögu hrollvekjumeistarans Stephen King, í leikstjórn Andy Muschietti. Aðalleikarar myndarinnar eru ekki þeir sömu og í fyrri myndinni.
Til allrar óhamingju varð óhapp á tökustað um daginn þegar James McAvoy, sem leikur hlutverk Bill Denbrough á fullorðinsaldri, slasaði sig.
McAvoy var í átökum við trúðinn sjálfan, Pennywise, og tókst að slasa sig með þeim hætti að hann uppskar tvöfalda tognun.
Hann sagði frá atvikinu á Instagram samfélagsmiðlinum til að róa aðdáendur: „Þar sem almenningur er greinilega í losti vegna frétta sem netmiðlar hafa sagt af atvikinu, þá vil ég hér með láta ykkur öll vita að ég hef það barasta fínt,“ sagði hann, en birti með ljósmynd af lærum sínum með kælipoka ofaná.
„Smá tognun, gat meðhöndlað það snemma, engar áhyggjur. Pennywise, varaðu þig.“
Warner Bros birti ljósmynd af leikaraliðinu í síðasta mánuði, en í leikhópnum eru m.a. Jessica Chastain, Bill Hader, og Isaiah Mustafa. Bill Skarsgård, sem leikur Pennywise, var ekki á ljósmyndinni.
Í It: Chapter Two koma líka allar persónurnar úr síðustu mynd fram í leifturliti aftur í tímann, á barnsaldri.