Skotbardagi lokar Lundúnahátíð

brie larsonNýjasta mynd Ben Wheatley (A Field in England), Free Fire, sem Martin Scorsese framleiðir, verður lokamynd sextugustu BFI kvikmyndahátíðarinnar í Lundúnum, og mun hið funheita leikaralið myndarinnar, þau Brie Larson, Cillian Murphy og Armie Hammer, verða viðstödd Evrópufrumsýningu myndarinnar þann 16. október, í Odeon kvikmyndahúsinu við Leicester Square í London.

Free Fire gerist í Boston árið 1978. Fundur tveggja glæpagengja í gömlu vöruhúsi, breytist í skotbardaga og baráttu upp á líf og dauða.

Brie Larson vann Óskarsverðlaunin í ár fyrir leik sinn í Room, og nýlega var tilkynnt að hún myndi leika fyrstu aðal-kvenhetju Marvel í sérstakri bíómynd, Captain Marvel. Murphy er aðalleikari sjónvarpsþáttanna Peaky Blinders og leikur jafnframt í nýjustu mynd Christopher Nolan, Dunkirk, og Hammer kemur næst fram í mynd Nate Parker, The Birth of a Nation. Aðrir leikarar Free Fire eru m.a. Michael Smiley, Sharlto Copley, Jack Reynor and Babou Ceesay.

Free Fire gerist í Boston seint á áttunda áratug síðustu aldar. Justine, sem Larson leikur, hefur skipulagt fund í yfirgefnu vöruhúsi á milli tveggja Íra, sem Murphy og Smiley leika, og glæpagengis undir stjórn Vernon, sem Copley leikur, og Ord, sem Hammer leikur, sem ætla að selja þeim byssur. Þegar skotum er hleypt af þegar viðskiptin eiga sér stað, þá upphefst æsileg barátta upp á líf og dauða.

Stjórnandi BFI kvikmyndahátíðarinnar, Clare Stewart, segir í yfirlýsingu: „Ben Wheatley er gríðarlega efnilegur kvikmyndagerðarmaður og hann heldur hér uppteknum hætti í þessari ágengu spennumynd. Blóð, sviti og kaldhæðni drjúpa af hverju strái.“

Free Fire er þriðja mynd Wheatley, en hann hefur áður gert Sightseers, 2012 , og High-Rise, 2015. 

Kvikmyndahátíðin í Lundúnum stendur yfir frá 5. – 16. október.

Á hátíðina í fyrra komu 164.000 gestir, og kvikmyndasýningar voru alls 568.