Hlæjandi með skotsár – Fyrsta stikla úr Free Fire!

Þó að ofbeldi, byssur, og sundurskotnir líkamar í bardaga í vöruhúsi séu yfir og alltumlykjandi í fyrstu stiklu fyrir nýjustu mynd Ben Wheathley, Free Fire, þá svífur húmorinn einnig yfir vötnum.

bree larson

Myndin gerist árið 1978 og hefst á vopnaviðskiptum þar sem viðskiptavinurinn er eitthvað ósáttur við varninginn, og í framhaldi fer allt til andskotans.

Myndin er eins og fyrr sagði eftir High-Rise leikstjórann Ben Wheatley, og framleidd af engum öðrum en Martin Scorsese.

Free Fire var frumsýnd í gær á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada, TIFF.

Aðrir helstu leikarar eru Cillian Murphy, Brie Larson, Armie Hammer, Sharlto Copley, Sam Riley, Jack Reynor, Noah Taylor og Michael Smiley.

Myndin fer í almennar sýningar á næsta ári, en er ekki enn með skráðan frumsýningardag á Íslandi.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan og plakatið þar fyrir neðan:

Free-Fire-poster-620x919